Mannlíf

Ræddi Sviðaslysið á sagnastund
Frá sagnastund á Garðskaga síðasta laugardag. Stundirnar eru að jafnaði haldnar einu sinni í mánuði. VF/Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 5. febrúar 2024 kl. 08:35

Ræddi Sviðaslysið á sagnastund

Fyrsta sagnastund ársins á Garðskaga fór fram síðasta laugardag á veitingahúsinu Röstinni á Garðskaga. Þangað kom Egill Þórðarson loftskeytamaður og sagði frá Sviðaslysinu, þegar togarinn Sviði frá Hafnarfirði fórst á Breiðafirði 2. desember 1941.

Egill Þórðarson hefur lagst í miklar rannsóknir á Sviðaslysinu.

„Tuttugu og fimm hraustir sjómenn hafa farizt, fjörutíu og sex böm hafa orðið föðurlaus og fjórtán konur ekkjur, foreldrar hafa misst syni sína og ungar konur unnusta sína. Íslenzka þjóðin hefir misst ágæta þegna, tjónið verður aldrei bætt að fullu,“ sagði í fréttum frá þessum tíma. Í fréttum í desember 1941 var líka sagt frá því að árið væri orðið eitt mesta mannskaðaár í sögu landsins til sjávarins en 132 sjómenn höfðu farist þetta ár.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Egill hefur lagst í miklar rannsóknir á Sviðaslysinu og vann m.a. að sýningu sem sett var upp í Hafnarfjarðarkirkju um slysið.

Dagskrá sagnastunda á Garðskaga fram á vorið er í mótun en framundan eru m.a. erindi í febrúar og mars sem þeir Friðþór Eydal og Konráð Lúðvíksson munu flytja.