Íþróttir

Þrjár frá Hnefaleikafélagi Reykjaness í æfingabúðir í Svíþjóð
Sandra Valsdóttir, Margrét Guðrún Svavarsdóttir og Hildur Ósk Indriðadóttir
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
föstudaginn 23. ágúst 2019 kl. 09:56

Þrjár frá Hnefaleikafélagi Reykjaness í æfingabúðir í Svíþjóð

Hnefaleikafélag Reykjaness er að senda frá sér þrjár stelpur á æfingabúðir í Svíþjóð. Æfingabúðirnar ganga undir nafninu Golden Girl Training Camp og eru eingöngu fyrir hnefaleikakonur.

Þetta er í áttunda skipti sem búðirnar eru haldnar en þetta er í fyrsta skipti sem að íslenskar stelpur taka þátt. Þær eru þó ekki einar um það en alls eru níu íslenskar stelpur að fara.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

„Stelpurnar okkar ætla sér allar stóra hluti í vetur. Stelpurnar sem fara héðan eru Sandra Valsdóttir (33), Margrét Guðrún Svavarsdóttir (21), fyrrum Íslandsmeistari og hnefaleikakona ársins, og Hildur Ósk Indriðadóttir (35). Margrét og Hildur ætla sér báðar að keppa á boxkvöldi Ljósanætur núna í september,“ segir í frétt frá Hnefaleikafélagi Reykjaness.