Íþróttir

Kviknaði á Keflvíkingum í seinni hálfleik
Anna Lára Vignisdóttir fagnar góðum þristi í leiknum gegn Njarðvík í gær. VF-myndir: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 5. janúar 2023 kl. 08:36

Kviknaði á Keflvíkingum í seinni hálfleik

Keflavík landaði góðum endurkomusigri á Njarðvík í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi og Grindavík vann öruggan sigur á Fjölni 94:79.

Keflavík - Njarðvík 78:67

(10:16, 14:20, 32:14, 22:17)

Gestirnir í Njarðvík byrjuðu betur og leiddu með tólf stigum í hálfleik (24:36) en Keflavík sneri leiknum sér í vil í þriðja leikhluta og hafði náð sex stiga forskot fyrir þann fjórða (56:50). Njarðvíkingar voru slegnar út af laginu og náðu ekki að ógna sigri Keflvíkinga sem er efst í Subway-deild kvenna eftir fimmtán umferðir. Njarðvík er hins vegar í fjórða sæti með átta sigra og sjö töp.

Daniela Wallen átti mjög góðan leik fyrir Keflavík en hún gerði 26 stig, tók þrettán fráköst, fjórar stoðsendingar og stal boltanum sex sinnum. Wallen var með 38 framlagspunkta.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Aliyah Collier höfuð og herðar yfir aðra leikmenn Njarðvíku en hún gerði tuttugu stig, tók tuttugu fráköst og átti sex stoðsendingar. Hún var með 28 framlagspunkta.

Daniela Wallen hefur betur í baráttunni við Aliyah Collier um boltann en þær tvær báru af hjá sínum liðum í gær.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 26/13 fráköst/6 stolnir, Karina Denislavova Konstantinova 16/6 fráköst/9 stoðsendingar, Birna Valgerður Benónýsdóttir 15/5 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 6/4 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 6, Ólöf Rún Óladóttir 4, Anna Lára Vignisdóttir 3, Agnes María Svansdóttir 2, Hjördís Lilja Traustadóttir 0, Ásthildur Eva H. Olsen 0, Anna Þrúður Auðunsdóttir 0, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 0.
Njarðvík: Aliyah A'taeya Collier 20/20 fráköst/6 stoðsendingar, Kamilla Sól Viktorsdóttir 14, Isabella Ósk Sigurðardóttir 12/9 fráköst, Erna Hákonardóttir 9, Emma Adriana Karamovic 6/7 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 4, Lovísa Bylgja Sverrisdóttir 2, Dzana Crnac 0, Krista Gló Magnúsdóttir 0, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Þuríður Birna Björnsdóttir Debes 0, Eva María Lúðvíksdóttir 0.

Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, kíkti á leik Keflavíkur og Njarðvíkur og má sjá myndasafn neðst á síðunni.

Nánar um leikinn.


Grindavík - Fjölnir 94:79

(21:14, 29:19, 27:20, 17:26)
Elma Dautovic var stigahæst hjá Grindavík í gær.

Grindavík leiddi leikinn frá upphafi og var augljóst að Grindvíkingar ætluðu ekki að sleppa hleypa gestunum nálægt sigri. Elma Dautovic var atkvæðamikil í liði heimakvenna en hún gerði 24 stig og tók átta fráköst, Danielle Rodriques var framlagshæst með 37 framlagspunkta þegar hún gerði 22 stig, tók fimm fráköst og átti tólf stoðsendingar.

Grindavík er nú í fimmta sæti deildarinnar með sex unna leiki og níu töp en leikur Grindvíkinga hefur verið á góðri uppleið og þær stefna á að komast úrslitakeppnina.

Grindavík: Elma Dautovic 24/8 fráköst, Danielle Victoria Rodriguez 22/5 fráköst/12 stoðsendingar, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 14/5 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 14, Amanda Akalu Iluabeshan Okodugha 10/4 fráköst, Hulda Björk Ólafsdóttir 10, Helga Rut Hallgrímsdóttir 0/6 fráköst, Ólöf María Bergvinsdóttir 0, Elín Bjarnadóttir 0, Aþena Þórdís Ásgeirsdóttir 0, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 0, Arna Sif Elíasdóttir 0.

Nánar um leikinn.

Keflavík - Njarðvík (78:67) | Subway-deild kvenna 4. janúar 2023