Íþróttir

Hola í höggi á fyrsta degi meistaramóts í Leirunni
Fimmtudagur 4. júlí 2019 kl. 14:04

Hola í höggi á fyrsta degi meistaramóts í Leirunni

Fyrsti dagur meistaramóts Golfklúbbs Suðurnesja fór fram á miðvikudaginn við fínar aðstæður á Hólmsvelli. Eysteinn Marvinsson átti tvímælalaust tilþrif dagsins en hann fór holu í höggi á einni frægustu holu landsins, Bergvíkinni, 3. braut.

Eysteinn, sem leikur í fjórða flokki, lék frábært golf á hringnum og var að vonum sáttur með draumahöggið en líkurnar á holu í höggi eru um það bil einn á móti 43 þúsundum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Um 140 manns taka þátt í meistaramóti Golfklúbbs Suðurnesja en því lýkur á laugardag.

Eysteinn sæll og glaður með draumahöggið.