Íþróttir

Fyrirliði UMFG heldur í nám og tekur sér frí frá knattspyrnuiðkun
Fimmtudagur 10. desember 2020 kl. 12:08

Fyrirliði UMFG heldur í nám og tekur sér frí frá knattspyrnuiðkun

Fyrirliði Grindavíkur í knattspyrnu, Gunnar Þorsteinsson, hefur ákveðið að taka hlé frá knattspyrnuiðkun á næsta keppnistímabili. Hann heldur núna eftir áramót í mjög krefjandi nám í auðlindaverkfræði við Columbia háskólann í New York.

Gunnar mun dvelja vestanhafs allt næsta ár ásamt fjölskyldu sinni og mun af þeim sökum ekki leika með Grindavík á næsta keppnistímabili.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Óhætt er að segja að Gunnar skilji eftir sig stórt skarð í liði Grindavíkur en hann hefur verið fyrirliði liðsins undanfarin ár. Gunnar er 26 ára gamall og lék upp yngri flokka hjá Grindavík. Hann samdi Ipswich árið 2011 og var á mála hjá félaginu í tvö ár áður en hann kom heim til Íslands á ný. Hér heima hefur Gunnar leikið 177 í deild og bikar með Grindavík og ÍBV á ferli sínum og skorað 11 mörk. Hjá Grindavík hefur Gunnar verið mikill karakter innan sem utan vallar og frábær fyrirmynd fyrir yngri iðkendur.

Knattspyrnudeild Grindavíkur vill óska Gunnari alls hins besta í náminu vestanhafs og vonum við auðvitað að hann snúi aftur á knattspyrnuvöllinn í gulu treyjunni áður en langt um líður, segir í tilkynningu frá UMFG.

 

Hér í fréttinni má sjá skemmtilegt myndband sem Grindavík tók saman um kappann af þessu tilefni: