Íþróttir

Frábær úrslit á Evrópumótinu
Föstudagur 3. maí 2019 kl. 05:00

Frábær úrslit á Evrópumótinu

Landslið Íslands landaði tíu Evrópumeistaratitlum um helgina í íþróttahúsi Akurskóla í Reykjanesbæ.
Mótið var afar glæsilegt og á Glímusamband Íslands, foreldrar, stjórn og ekki síst iðkendur sjálfir, mikið hrós skilið. Njarðvíkingar áttu fjóra keppendur á mótinu og unnu allir til verðlauna. Ingólfur Rögnvaldsson varð annar í glímu og þriðji í Gouren. Bjarni Darri Sigfússon varð annar í glímu. Jana Lind Ellertsdóttir varð þriðja í Backhold og Gouren. Hún varð svo Evrópumeistari í glímu. Heiðrún Fjóla Pálsdóttir varð önnur í Backhold og Gouren og einnig Evrópumeistari í glímu.

Eftir mótið sagði Guðmundur Stefán Gunnarsson, yfirþjálfari Júdódeildar Njarðvíkur, þetta mót sýna hve mikilvægt það sé fyrir deildina að hafa aðgang að keppnisvöllum. Hann þakkaði jafnframt styrktaraðilum mótsins ásamt öllu því fólki sem kom að skipulagningu og framkvæmd mótsins.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024