RVK Asian
RVK Asian

Fréttir

Trampólín á ferð og flugi á Suðurnesjum
Föstudagur 17. júlí 2020 kl. 10:12

Trampólín á ferð og flugi á Suðurnesjum

Trampolín hafa verið á ferð og flugi á Suðurnesjum í nótt og morgun vegna hvassviðris. Að minnsta kosti tvö þeirra hafa hafnað á bifreiðum og valdið skemmdum.

Þá hafa nokkrir ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur það sem af er vikunni og fáeinir teknir úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur.

Nokkur umferðaróhöpp hafa orðið en engin alvarleg slys á fólki. Enn fremur hafa skráningarnúmer verið fjarlægð af ökutækjum sem voru ótryggð eða óskoðuð.

Lögreglan tók myndirnar sem fylgja fréttinni í Innri-Njarðvík.