Fréttir

Þakkaði þingmanni baráttu fyrir bættri aðstöðu heyrnarskertra til náms
Ásmundur Friðriksson og Andri Fannar Ágústsson.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
miðvikudaginn 24. júlí 2019 kl. 18:56

Þakkaði þingmanni baráttu fyrir bættri aðstöðu heyrnarskertra til náms

„Andri Fannar Ágústsson hefur beðið nokkuð lengi eftir fundi okkar. Loks kom að því að við hittumst heima hjá afa hans og ömmu, Hafsteini og Eydísi á Víkurbrautinni í blíðskaparveðrinu sem við þekkjum svo vel á Suðurnesjum síðustu mánuði,“ skrifar Ásmundur Friðriksson, þingmaður, á fésbókina. Andri Fannar vildi þakka Ásmundi stuðninginn við hans baráttu fyrir bættri aðstöðu heyrnarskertra til náms.

„Það er bæði eðlilegt og sjálfsagt að verða við slíkri bón og leggja góðu máli lið.  Við það verkefni fékk ég og Andri Fannar mikilvægan stuðning Lilju Alfreðsdottir mennt- og menningarmálaráðgerra sem við þökkum ráðherranum,“ segir Ásmundur jafnframt.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Andri Fannar færði Ásmundi sem þakklætisvott þæfða lopavettlinga sem Eydís amma hans prjónaði á þingmanninn.

„Þau hafa lengi haft áhyggjur af því að mér verði kalt á höndunum í vetrargöngum mínum og það er hárrétt. Nú geng ég áhyggjulaus til vetrarverkanna í kuldanum sem þeim fylgja og hlýjan sem fylgir huganum á bak við gjöfina mun verma á mér loppurnar og minna mig á að þakklætinu fylgir innri hlýja sem er svo gefandi. Takk fyrir Andri Fannar“.

Andri Fannar færði Ásmundi sem þakklætisvott þæfða lopavettlinga sem Eydís amma hans prjónaði á þingmanninn.