Fjörheimar
Fjörheimar

Fréttir

Tapaðir þú bílhurð?
Sunnudagur 24. nóvember 2019 kl. 17:21

Tapaðir þú bílhurð?

Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir eiganda bílhurðar sem hefur krækst í þennan flatvagn sem lagður er í Grindavík. Litlar skemmdir eru á flatvagninum en miðað við að hurð ökutækisins, sem ók á hann, er föst á vagninum má leiða líkur að því að skemmdirnar séu öllu meiri þar.

Ef eigandinn sér þetta, þá getur hann nálgast hurðina sína á Lögreglustöðinni Við Hringbraut.

Þá óskar lögreglan auðvitað eftir vitnum af atburðinum.