bygg 1170
bygg 1170

Fréttir

Talsvert af lausum tímum hjá læknum á HSS
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
miðvikudaginn 14. ágúst 2019 kl. 12:11

Talsvert af lausum tímum hjá læknum á HSS

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja segir frá því á Facebooksíðu sinni að það sé talsvert framboð af viðtölum heilsugæslulækna HSS á dagvinnutíma á næstu dögum. Hávær umræða hefur lengi verið nokkuð ríkjandi að erfitt sé að fá tíma hjá lækni í Keflavík.

HSS bendir á að til séu hefðbundnir viðtalstímar sem og 10 mín. viðtöl sem hægt sé að bóka í síma eftir kl. 8 á hverjum degi.

Minnt er á að hægt er að bóka tíma í gegnum Heilsuveru á https://www.heilsuvera.is/