Fréttir

Stofnun bílastæðasjóðs könnuð
Ferðamenn leggja bílum sínum víða um Reykjanesbæ á meðan þeir eru á ferðalagi.
Sunnudagur 22. janúar 2023 kl. 06:17

Stofnun bílastæðasjóðs könnuð

Samþykkt var að skipa starfshóp til að kanna fýsileika þess að stofna bílastæðasjóð í Reykjanesbæ á 306. fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar þann 13. janúar síðastliðinn var en skipulagsfulltrúi lagði fram drög þess efnis á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 21. október 2022.

Talsvert hefur borið á því að flugfarþegar séu að leggja bílum sínum í stæði innan Reykjanesbæjar á meðan þeir eru á ferðalagi og eru dæmi til um það að ökutæki þeirra séu jafnvel að teppa stæði vikum saman. Á sama tíma eru ávallt laus stæði á bílastæðum Isavia við Flugstöð Leifs Eiríkssonar svo leiða má líkur að því að fólki finnist of dýrt að geyma bílana sína þar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024