Fréttir

Sérstök upplýsingasíða um kórónuveiruna fyrir börn
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 8. apríl 2020 kl. 09:45

Sérstök upplýsingasíða um kórónuveiruna fyrir börn

Á nýjum vef umboðsmanns barna www.barn.is, verið sett upp sérstök upplýsingasíða fyrir börn um kórónuveiruna. Á síðunni verður hægt að nálgast fjölbreytt efni sem hefur verið birt um faraldurinn en nauðsynlegt er að hægt sé að nálgast það allt á einum stað. Á síðunni verður meðal annars hægt að finna upplýsingar til barna og fullorðinna um hvað hægt er að gera í samkomubanni, fræðsluefni um kórónuveiruna, breytt skólahald og leiðbeiningar til fullorðinna um hvernig eigi að tala við börn um kórónuveiruna.

Á nýjum vef umboðsmanns barna er ætlað að bæta aðgengi barna að embættinu með einfaldari leiðum til að senda fyrirspurnir og nálgast svör við algengum spurningum frá börnum. Þá mun börnum gefast tækifæri til að senda inn skilaboð í gegnum netspjall sem tekið verður til notkunar síðar og kynnt sérstaklega.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

 „Ég er mjög ánægð með hvernig tekist hefur til og það er von mín að nýr vefur muni auðvelda til muna aðgengi barna að embættinu og auðvelda þeim að senda okkur fyrirspurnir. Þá er mjög mikilvægt að börn geti nálgast allar helstu upplýsingar um faraldurinn á einum stað.“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna.