Fréttir

Selja flotbryggju í Vogum
Úr höfninni í Vogum. Mynd: VisitReykjanes.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 4. maí 2021 kl. 18:24

Selja flotbryggju í Vogum

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt með fjórum atkvæðum gegn tveimur og fulltrúi L-listans situr hjá, að selja flotbryggjuna, sbr. afgreiðslu bæjarráðs.

D-listinn í bæjarstjórn leggur til að málinu verði frestað og fengið verði kostnaðarmat frá fleiri aðilum. Einnig verði skoðað hver kostnaður yrði við að dýpka höfnina við viðlegukant. Tillagan er felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Björn Sæbjörnsson, bæjarfulltrúi D-listans, bókaði við málið: „Mér finst það mjög dapurt ef það á að selja héðan þessa bryggju og það sem henni fylgir núna þegar loks hillir undir lok Covid og ferðaþjónustan getur farið að blómstra. Að láta frá okkur fyrsta vaxtabroddin sem þar er. Ef þessi útgerð hefði gengið vel hefðu væntalega komið fleiri sem styður svo við tjaldstæði, verslun og vonandi vaxandi þjóunustu við ferðamenn hér í framtíðinni.“