Fréttir

Samstarfssamningur milli Bókasafns Reykjanesbæjar og Keilis
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
laugardaginn 8. janúar 2022 kl. 06:47

Samstarfssamningur milli Bókasafns Reykjanesbæjar og Keilis

Bókasafn Reykjanesbær og Keilir miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs hafa gert með sér þjónustusamning um sérfræðiþjónustu á sviði bókasafns- og upplýsingafræða og aðgang að safnkosti og þjónustu Bókasafns Reykjanesbæjar fyrir nemendur á brautum Háskólabrúar og Menntaskólans á Ásbrú. 

Markmiðið með þjónustusamningnum er að auka þjónustu við nemendur á brautum Háskólabrúar og Menntaskólans á Ásbrú, efla upplýsingalæsi meðal nemenda skólanna og bjóða upp á skilvirka þjónustu með gagnvirkum hætti við nemendur skólanna. Samningurinn er til eins árs.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024