Fréttir

Meiri peningur í reiðvöll og veg
Sunnudagur 11. október 2020 kl. 07:41

Meiri peningur í reiðvöll og veg

Viðhald á reiðvelli og reiðvegum var til umræðu á síðasta fundi bæjarstjórnar Grindavíkur. Bæjarráð hafði lagt til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka vegna hestamannafélagsins Brimfaxa. Viðaukinn felur í sér að rekstrarstyrkur til Brimfaxa árið 2020 hækkar um 1,9 milljónir króna sem fjármagnaður verði með lækkun á liðnum „Hesthúsasvæði: Uppbygging reiðvallar“ á fjárfestingaáætlun Grindavíkurbæjar. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.