Fréttir

Meintir fíkniefnasalar handteknir
Þriðjudagur 23. júní 2020 kl. 09:33

Meintir fíkniefnasalar handteknir

Árvekni lögreglumanns á Suðurnesjum á frívakt í síðustu viku leiddi til þess að tveir karlmenn voru staðnir að verki og handteknir í umdæminu grunaðir um vörslu og sölu fíkniefna. Við leit í sumarbústað og tveimur bifreiðum fann lögregla umtalsvert magn af kannabisefnum og á fimmta hundrað þúsund í peningum sem talin eru vera ágóði af fíkniefnasölu.

Mennirnir höfðu lagt bifreið sinni við hlið bifreiðar án skráningarnúmera þegar lögreglumaðurinn kom auga á þá. Voru þeir að læðupokast við að flytja eitthvað milli bifreiðanna. Lögregla mætti á vettvang og handtók mennina.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Við leit í bifreið þeirra fundust kannabisefni í neyslupakkningum í hólfi í afturstuðara hennar. Undir númerslausu bifreiðinni fannst svo enn meira kannabis sem komið hafði verið fyrir þar til geymslu.

Mönnunum var sleppt að lokinni skýrslutöku og sæta þeir tilkynningaskyldu.

Í öðru óskyldu máli hafði lögregla afskipti af karlmanni sem framvísaði þremur pokum með kókaíni.

Enn fremur voru höfð afskipti af öðrum karlmanni sem framvísaði kannabisefnum.