Fréttir

Margir þáðu kaffiboð í Kvikuna
Magnús Tumi ræddi við bæjarbúa í Grindavík og fór ítarlega yfir jarðfræði svæðisins sem hefur verið í rísa og skjálfa síðustu sólarhringa. VF-myndir: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 3. febrúar 2020 kl. 13:20

Margir þáðu kaffiboð í Kvikuna

Margir Grindvíkingar þáðu kaffiboð í menningarmiðstöðina Kvikuna sl. laugardag. Dagskrá var í boði allan daginn en hugmyndin var að fá bæjarbúa til að koma saman og hittast í öllu því umróti sem náttúruöflin hafa staðið fyrir í og við Grindavík síðustu sólarhringa.

Elínborg Gísladóttir sóknarprestur var á staðnum. Þá var dagskrá fyrir börn eins og bíósýning og einnig var opinn jógatími fyrir bæjarbúa á efri hæð Kvikunnar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur var einnig á staðnum. Hann fór yfir jarðfræðina við Grindavík og svaraði fjölmörgum spurningum sem hafa vaknað hjá Grindvíkingum síðustu daga. Einnig gaf hann sér góðan tíma til að ræða við pólska íbúa Grindavíkur og útskýrði vel það sem er að gerast í náttúrunni en margir pólskir íbúar Grindavíkur eru að upplifa jarðhræringar í fyrsta skipti á ævinni.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Kvikunni sl. laugardag. Viðtalið í spilaranum hér að neðan er við Magnús Tuma og var tekið eftir fund hans með bæjarbúum á laugardaginn.