bygg 1170
bygg 1170

Fréttir

Lögreglan rannsakar andlát í heimahúsi
Föstudagur 3. apríl 2020 kl. 18:29

Lögreglan rannsakar andlát í heimahúsi

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur nú til rannsóknar andlát í heimahúsi þar sem kona á sextugsaldri lést.

Andlátið er rannsakað sem sakamál. Hefur karlmaður á sextugsaldri verið úrskurðarður í gæsluvarðhald til 8. apríl næstkomandi.

Er nú unnið að rannsókn málsins. Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.