Fréttir

Hnausþykkar 80 síðna Víkurfréttir í dag
Fimmtudagur 20. ágúst 2020 kl. 05:55

Hnausþykkar 80 síðna Víkurfréttir í dag

Víkurfréttir eru 80 síður að þessu sinni. Þetta er nítjánda tölublaðið okkar í röð sem er aðeins gefið út með rafrænum hætti. Efnistök okkar að þessu sinni eru m.a. tengd ferðasumrinu mikla innanlands en í blaðinu er rætt við nokkra Suðurnesjamenn um ferðalög þeirra innanlands í sumar.

Við tökum hús á nýjum Stapaskóla í Reykjanesbæ. Þar vinna iðnaðarmenn nú á fullu við lokafrágang, en skólinn hefur starfsemi næsta mánudag. Stapaskólaheimsóknin verður einnig í sérstöku innslagi í Suðurnesjamagasíni vikunnar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Myndarleg íþróttaumfjöllun er í blaðinu. Þrettán síður af sporti og m.a. vegleg umfjöllun um Judo. Þá eru brakandi ferskar fréttir úr boltanum með myndum úr leikjum dagsins.

Fréttaumfjöllun blaðsins leitar fanga víða. Stærsta fréttin tengist Skipasmíðastöð Njarðvíkur sem er að vinna að áhugaverðu verkefni. Allt um það í blaðinu í dag og einnig í Suðurnesjamagasíni sem sýnt verður á fimmtudagskvöld kl. 20:30.

Þá eru aflafréttir á sínum stað, plötur vikunnar frá Blaffa og lokaorðin eru á bakinu.

Blaðið er rafrænt og hentugt að fletta því í spjaldtölvum eða á tölvuskjá en fjórir af hverjum fimm lesendum Víkurfrétta nota spjaldtölvu við lestur blaðsins. Þess má til gamans geta að síðasta tölublað Víkurfrétta var sótt yfir 21.000 sinnum af lesendum inn á vf.is.