Vogar Fjölskyldudagar
Vogar Fjölskyldudagar

Fréttir

Heimsókn frá sendiherra Kína
Kjartan bæjarstjóri og Jin Zhijian, sendiherra Kína á skrifstofu þess fyrrnefnda.
Mánudagur 22. apríl 2019 kl. 07:00

Heimsókn frá sendiherra Kína

Sendiherra Kína á Íslandi, hr. Jin Zhijian, heimsótti Reykjanesbæ nýlega og fundaði með Kjartani Má Kjartanssyni, bæjarstjóra. Á meðal þess sem þeir ræddu var hvernig auka mætti og styrkja tengsl Reykjanesbæjar og vinahéraðsins Xianyang í Kína en stofnað var til formlegra vinabæjartengsla á milli sveitarfélaganna snemma árs 2014. Þetta mætti t.d. gera á sviði menningar, viðskipta og/eða menntamála.

Lítil sem engin samskipti hafa verið á milli sveitarfélaganna frá stofnun vinabæjartengslanna önnur en að vara borgarstjóri Xianyang heimsótti Reykjanesbæ ásamt fríðu föruneyti árið 2017 í stuttri heimsókn til Íslands. Í þeirri heimsókn heimsóttu gestirnir m.a. orkuver HS Orku í Svartsengi en í Xianyang hafa verið gerðar tilraunir með hitaveitu enda heitt vatn og jarðhiti þar.

 

 

 
Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs