Fréttir

Hafna breytingu á miðbæjarsvæði
Frá miðbæjarsvæðinu í Vogum. VF-mynd: Hilmar Bragi
Föstudagur 28. október 2022 kl. 10:06

Hafna breytingu á miðbæjarsvæði

Deiliskipulagsbreyting á miðbæjarsvæði í Vogum var tekið fyrir að nýju á síðasta fundi skipulagsnefndar. Í breytingunni felst að byggingareitum fjölgar úr tveimur í þrjá. Heimilt verður að byggja á einni til tveimur hæðum fyrir miðbæjarstarfsemi, verslun og þjónustu. Einnig er heimilit að byggja fjölbýlishús á þremur til fjórum hæðum. Ásamt því eru settir skilmálar um nýtingarhlutfall og fjölda íbúða. Fyrir liggur úthlutun bæjarráðs á lóðinni.

Afgreiðsla skipulagsnefndar er að hafna breytingunni og vill halda í fyrra skipulag.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024