Nettó
Nettó

Fréttir

Greiða skaðabætur og geta boðið Stapaskóla aftur út í haust
Fyrsta skóflustungan tekin að Stapaskóla. VF-mynd: Hilmar Bragi
Fimmtudagur 23. ágúst 2018 kl. 09:15

Greiða skaðabætur og geta boðið Stapaskóla aftur út í haust

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt samkomulag um uppgjör við Munck Íslandi ehf. vegna Stapaskóla í Dalshverfi Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir að greiða kr. 1.900.000 í uppgjör á málskostnaði og skaðabótum vegna úrskurðar kærunefndar útboðsmála í máli sem Munck Íslandi ehf.
 
Reykjanesbær ákvað að hafna öllum tilboðum sem bárust í byggingu Stapaskóla þar sem þau voru öll verulega yfir kostnaðaráætlun. Þess í stað ákvað bærinn að fara í svokallað samningsútboð. Munck Íslandi ehf. kærði þá ákvörðun bæjarins og kom í ljós að bænum var ekki heimilt að fara þessa leið. Krafðist fyrirtækið bóta. Fær fyrirtækið greiddar 950.000 krónur í málskostnað og sömu upphæð í bætur.
 
Munck Íslandi ehf. átti lægsta tilboðið á sínum tíma í byggingu skólans. Tilboðið var þó 300 milljónum króna yfir kostnaðaráætlun.
 
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir í samtali við Víkurfréttir að með því að niðurstaða hafi fengist í málið verði hægt að bjóða verkið út að nýju. í Haust. Breytingar hafa verið gerðar á skólanum. Um 25% af verkinu hafði verið hannað fyrir síðasta útboð en nú verði skólinn hannaður til fulls áður en hann er boðinn út.
Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs