Fréttir

Erill hjá Brunavörnum Suðurnesja
Þriðjudagur 12. maí 2020 kl. 09:32

Erill hjá Brunavörnum Suðurnesja

Erill var hjá starfsmönnum Brunavarna Suðurnesja í síðustu viku. Þó nokkuð var um alvarleg slys á Suðurnesjum í liðinni viku, samkvæmt samantekt sem birt var á fésbókarsíðu Brunavarna Suðurnesja.

Karlmaður féll niður þrjár hæðir og var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús í síðustu viku. Sömu nótt var karlmaður fluttur á sjúkrahús eftir alvarlegt flugeldaslys.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Dælubíll og eiturefnabíll Brunavarna Suðunesja voru kallaðir út vegna óhapps á Reykjanesbraut þar sem um 200 lítrar af olíu láku af bílaflutningabíl. Honum hafði verið ekið yfir aðskotahlut á brautinni með þeim afleiðingum að lagnir fóru í sundur.

Á föstudag varð svo mótorhjólaslys á Reykjanesbraut. Þar fór betur en á horfðist en sjúklingur var fluttur á Landspítala í Fossvogi.