Fréttir

Engin smit í Heiðarskóla - 36 smitaðir á Suðurnesjum
Mynd úr Heiðarskóla úr safni VF.
Þriðjudagur 13. október 2020 kl. 11:48

Engin smit í Heiðarskóla - 36 smitaðir á Suðurnesjum

Nemendur í 1. og 2. bekk Heiðarskóla í Reykjanesbæ, ásamt sex starfsmönnum skólans komu í skólann í morgun, þriðjudag, að lokinni þriggja daga sóttkví. Skimun fór fram á föstudag og höfðu nær allir fengið sínar niðurstöður fyrir lok dags. Reyndust þær allar vera neikvæðar og var sannarlega ástæða til gleðjast yfir því. Nú höldum við áfram að standa saman í því að vanda okkur eins vel og hægt er í sóttvörnum, segir á heimasíðu Heiðarskóla en starfsmaður í skólanum greindist með Covid-19 í síðustu viku og fóru öll börn í 1. og 2. bekk í sóttkví 6. október þar til niðurstaða úr skimum myndi liggja fyrir.

Hún leiddi í ljós að engin hafði veikst og því eru allir mættir í skólann að nýju.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Á Suðurnesjum eru þegar þetta er skrifað, 13. október, 36 einstaklingar í einangrun og 144 í sóttkví.