Toyota ársgamlir bílar á tilboði
Toyota ársgamlir bílar á tilboði

Fréttir

Delta hættir flugi til Keflavíkur yfir vetrarmánuðina
Flugfél frá Delta á Keflavíkurflugvelli.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 1. júní 2019 kl. 17:34

Delta hættir flugi til Keflavíkur yfir vetrarmánuðina

Bandaríska flugfélagið Delta mun ekki fljúga til Íslands yfir vetrarmánuðina frá nóvember til loka febrúar næstkomandi. Delta hóf flug til Íslands árið 2011 og bauð upp á áætlunarferðir til JFK í New Ork fyrstu árin en síðustu þrjú árin hefur félagið flogið til og frá Íslandi. Túristi.is greinir frá.

Í frétt Túrista segir að flugfélagið hafi síðasta vetur flutt frá byrjun nóvember til loka febrúar 8-9 þúsund manns í um 70 ferðum. Það jafngildir um það bil einum af hverjum ellefu Bandaríkjamönnum sem kom til Íslands.

„Að Delta bætist nú í hóp þeirra sem ákveðið hafa að hætta flugi til Íslands eru slæmar fréttir ofan á það sem á undan er gengið. Ný farþegaspá frá Isavia ætti að vera komin og þarf í svona óvissu ástandi að koma með minnst mánaðar fresti. Sömuleiðis þarf að rækta samskipti við risafélög á borð við Delta, stappa í þau stálinu og tryggja hámarksframboð sæta frá lykilstöðum,“ segir Steinþór Jónsson, hótelstjóri í Keflavík og stjórnarmaður í FHG, Félagi fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu en Steinþór hefur rekið Hótel Keflavík í 33 ár. Hann var einnig í forsvari með flug Canada 3000 á árunum 1995-2001.

„Næstu mánuðir og ár verða nýjum hótelum erfið. Við Íslendingar erum stundum of stórtæk og gleymum gjarnan að það sem fer upp kemur alltaf niður. Í öllu þessu samhengi er vert að geta Icelandair.  Neikvæð umræða gagnvart félaginu síðustu ár er miður og vert að minna á að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki, þ.m.t. hótel- og gistiþjónustufyrirtæki, þurfa nú sem endranær að stóla sig á að stjórnendur Icelandair haldi sjó  á næstu misserum. New York flugið verður t.a.m. að langstærstum hluta hjá Icelandair. Ég vona innilega að stjórnvöld og almenningur staldri nú við og taki höndum saman við öfluga ferðþjónustuaðila um allt land og geri með öflugu átaki Ísland að verulega eftirsóttum stað að nýju, okkur öllum til hagsbóta,“ segir Steinþór.

Að því er fram kemur í frétt Túrista.is er því líklegt að Icelandair verði eitt flugfélaga sem mun fljúga til og frá New York á þessum hávetrarmánuðum næsta vetur. WOW air var umsvifamikið í flugi til stórborgarinnar og flaug bæði til JFK flugvallar og til Newark.

Steinþór Jónsson, hótelstjóri.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs