Nettó
Nettó

Fréttir

Betra vinnuumhverfi á bæjarskrifstofunni í Grindavík
Föstudagur 14. september 2018 kl. 10:09

Betra vinnuumhverfi á bæjarskrifstofunni í Grindavík

Unnið er að betra vinnuumhverfi á bæjarskrifstofunni í Grindavík. Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu málið fyrir bæjarráði á dögunum.
 
Lögð var fram verklýsing frá Líf og sál og verð í verkefnið auk kostnaðaráætlunar fyrir verkefnið í heild. Á fundinum óskaði sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 að fjárhæð 2.410.000 kr. til að kosta verkefnið.

Bæjarráð Grindavíkur hefur jafnframt lagt til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.
Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs