Fréttir

Barnaverndarmálum fjölgar
Þriðjudagur 28. apríl 2020 kl. 16:50

Barnaverndarmálum fjölgar

Á árinu 2020 hefur orðið aukning á barnaverndartilkynningum í Reykjanesbæ er varðar vanrækslu, umsjón og eftirlit, áfengis og/eða fíkniefnaneysla foreldra. Í janúar 2020 bárust átta slíkar tilkynningar, í febrúar 2020 voru þær þrettán og mars 2020 voru þær alls tuttugu og fimm. Þetta kemur fram í fundargerð barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar frá því í gær.

Á árinu 2020 hefur einnig orðið aukning á barnaverndartilkynningum um heimilisofbeldi. Í janúar bárust sjö tilkynningar, í febrúar voru þær tvær og í mars voru þær ellefu.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Barnaverndartilkynningar til barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar voru 46 í janúar, 39 í febrúar og 68 í mars.

Í janúar 2020 bárust 46 tilkynningar vegna 42 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru 14.

Í febrúar 2020 bárust 39 tilkynningar vegna 34 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru 16.

Í mars 2020 bárust 68 tilkynningar vegna 54 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru 31.

Frá janúar til mars 2020 bárust flestar tilkynningar frá lögreglu, skóla, ættingjum og heilbrigðisstofnunum.