Fréttir

152 fengu fjárhagsaðstoð
Fimmtudagur 17. júní 2021 kl. 06:46

152 fengu fjárhagsaðstoð

Í maí 2021 fengu 152 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ og alls voru greiddar 23,6 milljónir króna. Í sama mánuði 2020 fengu 139 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð og alls voru greiddar rúmar 18,5 milljónir króna. Umsækjendum með samþykkta fjárhagsaðstoð hefur fjölgað um 9,3% frá maí 2020.

Í maí 2021 fengu alls 277 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals tæpar 3,9 milljónir króna. Í sama mánuði 2020 fengu 227 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning, samtals  3,1 milljón króna. Umsækjendum með samþykktan sérstakan húsnæðisstuðning fjölgar um 22% frá maí 2020.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024