Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Sveindís Jane búin að leika fyrsta leikinn með Wolfsburg
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 24. janúar 2022 kl. 23:31

Sveindís Jane búin að leika fyrsta leikinn með Wolfsburg

Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir lék sinn fyrsta leik með þýska úrvalsdeildarliðinu Wolfsburg í gær, sunnudag, þegar Wolfsburg mætti Eintracht Frankfurt í æfingaleik. Sveindís lék fyrri hálfleikinn í framlínunni en ekki sást mikið til hennar enda fór leikurinn töluvert meira fram á vallarhelmingi Wolfsburg. Frankfurt hafði betur í viðureigninni sem endaði 2:1 en öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik.
Sveindís og félagar hennar í Wolfsburg fagna jöfnunarmarkinu. Skjáskot af YouTube

Það var Frankfurt sem komst yfir snemma í leiknum (7’) eftir að fyrirgjöf úr aukaspyrnu lak í gegnum teig Wolfsburg án þess að nokkur leikmaður virtist ná til boltans. Wolfsburg skoraði gott mark eftir sókn upp að endamörkum vinstra megin, sendingin rataði fyrir fætur Smits fyrir framan mitt markið. Smit sem skoraði örugglega (15’) en Sveindís Jane var á tánum fjær í teignum og við öllu búin ef hún hefði misst af sendingunni. Frankfurt skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leikhlé (43’) eftir slæm mistök í öftustu línu en þá reyndi miðvörður Wolfsburg kæruleysilega sendingu á markvörðinn undir pressu sóknarmanns Frankfurt.

Leikinn má sjá á YouTube-síðu kvennaliðs Wolfsburg í spilaranum hér að neðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tengdar fréttir