Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar töpuðu naumlega fyrir Val
Keflvíkingar gerðust ítrekað nægöngulir upp við mark Valsmanna en inn vildi boltinn ekki. VF-myndir: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 24. apríl 2022 kl. 21:21

Keflvíkingar töpuðu naumlega fyrir Val

Keflvíkingar léku frábæran fótbolta í kvöld þegar þeir tóku á mót Val í Bestu deild karla – gestirnir komust yfir í fyrri hálfleik og því miður náðu heimamenn ekki að svara í sömu mynt og leiknum lauk með eins marks sigri gestanna. Ósanngjörn úrslit en jákvæð frammistaða hjá Keflavík.

Rúnar Þór Sigurgeirsson var líflegur og átti flotta spretti sem ollu glundroða í vörn Vals. Gott að sjá hann kominn til baka eftir meiðsli.

Keflvíkingar báru enga virðingu fyrir gestunum og mættu alls óhræddir til leiks í annarri umferð Bestu deildar karla. Það voru heimamenn sem voru mun hættulegri í leiknum og því var það gegn gangi leiksins þegar Valsmenn skoruðu á 40. mínútu. Virkilega svekkjandi en markið kom eftir hornspyrnu, vörnin gleymdi sér eitt augnablik og var refsað fyrir.

Í seinni hálfleik bættu Keflvíkingar í sóknarleikinn og skapaðist við það enn meiri hætta upp við mark gestanna en vantaði aðeins herslumuninn upp á að dauðafæri sköpuðust. Allan seinni háfleik var einstefna að marki Vals en þeri stóðu af sér hverja sóknina af annarri og héldu hreinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Joey Gibbs var í stífri gæslu og fékk óblíðar móttökur þegar önnur ráð dugðu ekki.

Keflavík er því á stiga eftir tvær umferði og mæta Íslandsmeisturum Víkings á útivelli í næstu umferð. Haldi liðið áfram að spila svona gæti allt gerst í þeim leik.


Páll Ketilsson ræddi við Sigurð Ragnar Eyjólfsson, þjálfara Keflavíkur, og Sindra Kristinn Ólafsson, markvörð Keflvíkinga, eftir leikinn og má sjá þau í spilara hér að neðan. Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, mundaði myndavélina og má sjá afraksturinn í myndasafni neðst á síðunni.

Keflavík - Valur (0:1) | Besta deild karla 24. apríl 2022

Tengdar fréttir