Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík steinlá fyrir Íslands- og bikarmeisturunum
Þjálfurum Keflvíkinga, þeim Sigurði Ragnari og Haraldi Guðmundssyni, bíður ærið púsl en meiðslalisti Keflvíkinga lengist.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 29. apríl 2022 kl. 08:32

Keflavík steinlá fyrir Íslands- og bikarmeisturunum

Keflavík byrjaði Bestu deild karla í knattspynu á leikjum gegn þremur af sterkustu liðunum og í gær voru það Íslands- og bikarmeistarar Víkiings sem Keflavík sótti heim. Víkingar, sem töpuðu óvænt fyrir Skaganum í annarri umferð, mættu einbeittir og lentu ekki í teljandi vandræðum með gestina. Fóru leikar svo að Víkingur skoraði fjögur mörk gegn einu marki Keflavíkur.

Víkingur - Keflavík 4:1

Ófarir Keflvíkinga halda áfram og í upphitun varð fyrirliðinn, Frans Elvarsson, fyrir meiðslum og gat ekki leikið. Þá lenti Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður, í harkalegu samstuði snemma í leiknum (13') og þurfti að fara af velli í kjölfarið. Í ljós kom að Sindri fékk heilahristing og er mögulega kinnbeinsbrotinn.

Meiðslavandræði Keflvíkinga eru ekki að hjálpa þeim mikið þessa stundina og þá mætti hópurinn vel við meiri breidd og líklegt að Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari, leggir áherslu á að landa flerii leikmönnum áður en leikmannaglugginn lokast.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eftir þrjár umferðir eru Keflvíkingar án stiga en það var viðbúið í ljósi þeirra andstæðinga sem þeir fengu í fyrstu leikjunum. Næst mæta þeir KA fyrir norðan.

Tengdar fréttir