Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflavík byrjaði Bestu deild kvenna með stórsigri á KR
Ana Paula Santos Silva sýndi frábæra takta og byrjar Bestu deildina með glæsilegri þrennu. Mynd: Keflavík Facebook
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 28. apríl 2022 kl. 08:32

Keflavík byrjaði Bestu deild kvenna með stórsigri á KR

Keflavík hóf Íslandsmót kvenna í knattspyrnu með látum með fjögurra marka útisigri á KR í fyrstu umferð. Hin brasilíska Ana Paula Santos Silva skoraði þrjú mörk á korters kafla.

Ana Paula Santos Silva stimplaði sig heldur betur inn í Bestu deildina með glæsilegri þrennu (35', 36' og 47') þegar Keflvíkingar unnu stórsigur á KR á heimavelli þeirra síðarnefndu í gær. Eftir frekar jafnan hálftíma leik brustu varnir KR-inga og Silva skoraði tvívegis á innan við tveimur mínútum. Keflvíkingar tóku öll völd eftir að hafa komist yfir og sýndu góðan sóknarleik.

Dröfn Guðmundsdóttir átti flottan leik í gær þar sem hún lagði upp tvö marka Keflavíkur auk þess að skora síðasta markið (78'). Mynd úr safni Víkurfrétta

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tengdar fréttir