Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sveindís Jane sú tíunda besta í sænsku deildinni
Landsliðskonan Sveindís Jane á topp tíu í Svíþjóð. Samsett mynd: Fótbolti.net / Damallsvenskan Nyheter
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 9. nóvember 2021 kl. 14:49

Sveindís Jane sú tíunda besta í sænsku deildinni

Íslenskir ​​ofurhæfileikar Keflvíkingsins heilla Svía

Sænski vefmiðillinn Damallsvenskan Nyheter setur Sveindísi Jane Jónsdóttir í tíunda sæti yfir bestu leikmenn tímabilsins í sænsku knattstpyrnunni og segir að íslenskir ​​ofurhæfileikar tryggi henni stórkostlegt tímabil. Sveindís sé einn fljótasti leikmaður deildarinnar og auk þess hafi hún yfir frábærri tækni að ráða. Þá reynast „hrottalega löng innköst“ Sveindísar vel í sóknum og eru oft skeinuhætt.

Kristianstad endaði í þriðja sæti deildarinnar og lék Sveindís nítján leiki með liðinu og skoraði í þeim sex mörk. Nú heldur Sveindís á ný mið en hún flytur til Wolfsburg um næstu mánaðarmót og gengur til liðs við þýska stórliðið sem hún gerði samning við um síðustu áramót.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tengdar fréttir