Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sveindís Jane sú níunda besta í sænsku deildinni
Sveindís Jane var lykilleikmaður í liði Kristianstad í ár þar sem hún skoraði sex mörk og átti fjórar stoðsendingar í nítján leikjum. Mynd: fotbollskanalen.se
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 29. desember 2021 kl. 12:19

Sveindís Jane sú níunda besta í sænsku deildinni

Sænski vefmiðillinn Fotbollskanalen setti keflvísku knattspyrnukonuna Sveindísi Jane Jónsdóttir í níunda sæti yfir bestu leikmenn tímabilsins í sænsku knattstpyrnunni og sagði hina tvítugu Sveindísi Jane Jónsdóttur vera eina af þeim efnilegustu í Evrópu ef ekki heimsins. Íslendingurinn varði tímabilinu 2021 á láni hjá Kristianstad frá þýska stórfélaginu Wolfsburg, fyrst og fremst til að öðlast reynslu og þroskast – sem hún gerði frá fyrsta degi. Fljót, hættuleg, góð maður á móti manni átti hún stóran þátt í gengi Kristianstad í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Hún lék stórt hlutverk í landsliðinu sem hóf undankeppni HM með því að vinna þrjá af fjórum fyrstu leikjum sínum. Sveindís var í byrjunarliðinu í öllum leikjunum og skoraði þrjú mörk. Hún lék í átta landsleikjum á árinu, að meðtöldum vináttuleikjum, og skoraði í þeim fjögur mörk. Hún var önnur tveggja markahæstu leikmanna Kristianstad í sænsku deildinni þegar liðið endaði í þriðja sæti og komst í forkeppni Meistaradeildarinnar. Sveindís lék nítján leiki með Kristianstad og skoraði í þeim sex mörk. Nú heldur Sveindís á ný mið, hún er flutt til Wolfsburg og er orðin hluti leikmannahóps þýska stórliðsins sem lánaði hana til Kristianstad.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Verður Sveindís Jane valin íþróttamaður ársins?

Sveindís Jane er meðal þeirra tíu sem voru tilnefnd sem íþróttamaður ársins af Samtök íþróttafréttamanna en íþróttamaður ársins 2021 verður tilkynntur klukkan 19:40 í kvöld, miðvikudagskvöld, á RÚV auk þess sem farið verður yfir eftirminnilegustu íþróttaatvik ársins.

Tengdar fréttir