Sveindís Jane sú níunda besta í sænsku deildinni
Sænski vefmiðillinn Fotbollskanalen setti keflvísku knattspyrnukonuna Sveindísi Jane Jónsdóttir í níunda sæti yfir bestu leikmenn tímabilsins í sænsku knattstpyrnunni og sagði hina tvítugu Sveindísi Jane Jónsdóttur vera eina af þeim efnilegustu í Evrópu ef ekki heimsins. Íslendingurinn varði tímabilinu 2021 á láni hjá Kristianstad frá þýska stórfélaginu Wolfsburg, fyrst og fremst til að öðlast reynslu og þroskast – sem hún gerði frá fyrsta degi. Fljót, hættuleg, góð maður á móti manni átti hún stóran þátt í gengi Kristianstad í forkeppni Meistaradeildarinnar.
Hún lék stórt hlutverk í landsliðinu sem hóf undankeppni HM með því að vinna þrjá af fjórum fyrstu leikjum sínum. Sveindís var í byrjunarliðinu í öllum leikjunum og skoraði þrjú mörk. Hún lék í átta landsleikjum á árinu, að meðtöldum vináttuleikjum, og skoraði í þeim fjögur mörk. Hún var önnur tveggja markahæstu leikmanna Kristianstad í sænsku deildinni þegar liðið endaði í þriðja sæti og komst í forkeppni Meistaradeildarinnar. Sveindís lék nítján leiki með Kristianstad og skoraði í þeim sex mörk. Nú heldur Sveindís á ný mið, hún er flutt til Wolfsburg og er orðin hluti leikmannahóps þýska stórliðsins sem lánaði hana til Kristianstad.