Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stefán Jón til reynslu á Ítalíu
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 10. janúar 2022 kl. 09:41

Stefán Jón til reynslu á Ítalíu

Stefán Jón Friðriksson, ungur miðjumaður í knattspyrnuliði Keflavíkur, heldur til Ítalíu á næstu dögum til æfinga með liði Cosenza Calcio sem leikur í næstefstu deild á Ítalíu.

Stefán Jón er fæddur árið 2004 og hefur verið að festa sig í sessi í meistaraflokki Keflavíkur en hann fékk sín fyrstu tækifæri  með liðinu á seinasta tímabili þegar honum var skipt inn á í tveimur leikjum, gegn KA í bikar og KR í deild.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu knattspyrnudeildar Keflavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tengdar fréttir