Sigurður Bjartur æfir með Lokomotiva Zagreb
Grindvíski sóknarmaðurinn Sigurður Bjartur Hallsson fór á kostum með Grindavík á síðasta tímabili þar sem hann skoraði sautján af 38 mörkum liðsins á Íslandsmótinu og var valinn leikmaður ársins hjá félaginu. Sigurður Bjartur gekk til liðs við KR eftir síðasta tímabil.
Þessa dagana er Sigurður við æfingar með króatíska úrvalsdeildarliðinu Lokomotiva Zagreb en í þriggja ára samningi hans við Vesturbæjarliðið er klásúla þess efnis að hann megi fara til erlends liðs bjóðist honum það.
Þetta kemur fram í frétt mbl.is