Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar semja við færeyskan landsliðsmann
Patrik Johannesen kemur til með að auka breiddina í hópnum hjá efstu deildarliði Keflavíkur. Mynd: Facebook-síða knattspyrnudeildar Keflavíkur
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 25. janúar 2022 kl. 15:41

Keflvíkingar semja við færeyskan landsliðsmann

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur samið við færeyska landsliðsmanninn Patrik Johannesen um að spila með liðinu á komandi leiktíð. Patrik kemur frá norska liðinu Egersund þar sem hann spilaði á síðasta ári.

Á Facebook-síðu knattspyrnudeildar Keflavíkur segir að Patrik sé öflugur leikmaður sem geti bæði leikið á kanti og í sókn og hann komi til með að auka breiddina í hópnum.

Hann hefur leikið 187 leiki á ferlinum og skorað í þeim 79 mörk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tengdar fréttir