Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 8. nóvember 2021 kl. 08:50
Keflavík/Víðir Íslandsmeistarar 2021 í 50+
Íslandsmót 50+ í knattspyrnu fór fram á dögunum og það voru sjö lið sem tóku þátt í mótinu. Spilaðir voru tólf leikir, tvöföld umferð, og Keflavík/Víðir gerðu gott mót, sigruðu alla leiki sína og fengu fullt hús. Þetta er fjórði titillinn á sex árum hjá gömlu körlunum.