Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jákvæð uppbygging að eiga sér stað
Ástbjörn Þórðarson og Davíð Snær Jóhannsson í leik með Keflavík á síðasta tímabili.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 28. febrúar 2022 kl. 13:31

Jákvæð uppbygging að eiga sér stað

– segir Sigurður Ragnar, þjálfari karlaliðs Keflavíkur í knattspyrnu

Knattspyrnudeidlir Keflavíkur og FH hafa komist að samkomulagi um kaup hafnfirska liðsins á Ástbirni Þórðarsyni sem gengur samstundis til liðs við FH. Ástbjörn, sem lék alla leiki Keflavíkur á síðasta tímabili, þótti standa sig afar vel með Keflvíkingum og falla vel að leik liðsins, því verður að telja þetta óvæntar sviptingar. Víkurfréttir heyrðu í Sigurði Ragnari Eyjólfssyni, aðalþjálfara meistaraflokks karla hjá Keflavík.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá Keflavík og aðalþjálfari meistaraflokks karla.

„Ég held að þetta hafi verið góð niðurstaða fyrir alla aðila,“ segir Sigurður. „FH vildi fá Ása og Ási vildi fara til FH. Samningur Keflavíkur og Ása hefði runnið út í lok tímabils og hann vildi ekki semja áfram þannig að þetta var besta niðurstaðan.“

Sigurður segir að tilboðið sem Keflavík fékk í leikmanninn hafi verið of gott til að hafna. „Við komum til með að nýta þessa fjármuni til að styrkja liðið enn frekar en þau mál eru í vinnslu núna. Vonandi getum við tilkynnt nýjan leikmann fyrr en síðar. Jafngóðan eða betri,“ segir Sigurður en önnur lið, erlend og innlend, hafa verið að sýna leikmönnum Keflavíkur talsverðan áhuga að undanförnu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Það er jákvæð uppbygging að eiga sér stað hjá Keflavík og það sést best á áhuga annara liða á leikmönnum okkar. Uppaldir Keflvíkingar, sem hafa verið að tækifæri með liðinu og fengið að sýna hvers þeir eru megnugir, þeir eru að fá athygli víða að, heima og erlendis. Við sjáum t.d. Davíð Snæ [Jóhannsson] sem gekk til liðs við Lecce fyrr á árinu, Björn Bogi [Guðnason] sem fór til Heerenveen í fyrra, þá fór Stefán [Jón Friðriksson] til æfinga í byrjun árs hjá ítalska liðinu Cosenza Calcio sem leikur í næstefstu deild á Ítalíu og ég býst við að honum verði boðið þangað aftur. Svo eru Keflvíkingar að fá tækifæri með landsliðum Íslands, Rúnar Þór [Sigurgeirsson] og Ísak Óli [Kristinsson] léku með A-landsliðinu gegn Mexíkó í fyrra, Davíð Snær æfði með U21, Björn Bogi með U19 og svo mætti áfram telja – þannig að það er margt í farvatninu hjá Keflavík. Við erum að búa til góða leikmenn, góðir leikmenn eru að koma upp úr yngri flokka starfinu og aðrir sem koma hingað og bæta sig,“ sagði Sigurður Ragnar að lokum.

Tengdar fréttir