Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Ingvar kallaður inn í landsliðið
Ingvar Jónsson á að baki átta leiki með A-landsliði Íslands. Mynd af vef KSÍ
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 21. mars 2022 kl. 13:17

Ingvar kallaður inn í landsliðið

Njarðvíkingurinn Ingvar Jónsson, markvörður Íslands- og bikarmeistara Víkings, hefur verið kallaður inn í landsliðshóp Íslands í knattspyrnu fyrir vináttuleiki sem framundan eru gegn Finnlandi og Spáni.

Ingvar sem hefur leikið átta leiki með A-landsliði Íslands, kemur í stað Elíasar Rafns Ólafssonar sem handleggsbrotnaði í leik með félagsliði sínu í gær, sunnudag.

Báðir leikirnir fara fram á Spáni, sá fyrri gegn Finnlandi í Murcia 26. mars og sá seinni gegn Spánverjum í Coruna 29. mars, og báðir leikir verða í beinni sjónvarpsútsendingu á Stöð 2 sport.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tengdar fréttir