Ingibjörg norskur bikarmeistari annað árið í röð
Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir varð norskur bikarmeistari annað árið í röð með liði sínu Vålerenga í gær.
Vålerenga lék til úrslita gegn Sandviken og endaði leikurinn með eins marks sigri Vålerenga, 1:2. Kvennalið Vålerenga hafði aldrei unnið stóran titil fyrr en Ingibjörg kom til liðsins en liðið hefur nú unnið þrjá titla af fjórum mögulegum undanfarin tvö tímabil.