Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Ingibjörg norskur bikarmeistari annað árið í röð
Vålerenga norskur bikarmeistari annað árið í röð. Myndir af Facebook-síðu Vålerenga
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 1. nóvember 2021 kl. 10:48

Ingibjörg norskur bikarmeistari annað árið í röð

Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir varð norskur bikarmeistari annað árið í röð með liði sínu Vålerenga í gær.

Vålerenga lék til úrslita gegn Sandviken og endaði leikurinn með eins marks sigri Vålerenga, 1:2. Kvennalið Vålerenga hafði aldrei unnið stóran titil fyrr en Ingibjörg kom til liðsins en liðið hefur nú unnið þrjá titla af fjórum mögulegum undanfarin tvö tímabil.

Ingibjörg og félagar fagna bikarmeistaratitlinum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tengdar fréttir