Fréttir

Vatni hleypt aftur í Bláa lónið
Framkvæmdir við Bláa lónið hafa gengið vel og er nú að ljúka. Ljósmynd/Oddgeir Karlsson
Fimmtudagur 21. janúar 2016 kl. 14:04

Vatni hleypt aftur í Bláa lónið

Framkvæmdir við endurhönnun og stækkun Bláa Lónsins sem staðið hafa yfir undanfarnar tvær vikur og var lónið tæmt vegna þeirra. Að sögn Magneu Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa Bláa lónsins hafa framkvæmdir gengið vel. Í fyrrakvöld var jarðsjó hleypt á lónssvæðið og er lónið óðum að fyllast. Magnea segir verkefnið tæknilega flókið en að það hafi gengið afskaplega vel. 

 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

„Það sem stendur upp úr er samvinna starfsfólks Bláa lónsins og verktaka sem saman hafa unnið verkfræðilegt afrek. Þá hefur veðrið einnig leikið við okkur þann tíma sem framkvæmdir hafa staðið yfir. Við munum opna samkvæmt áætlun á morgun, föstudaginn 22.  janúar," sagði Magnea.

Bláa lónið verður opnað aftur eftir framkvæmdir á morgun, föstudaginn 22. janúar. Ljósmynd/Oddgeir Karlsson