Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúðalóðir væntanlegar til úthlutunar í Suðurnesjabæ
Frá Skerjahverfi í Sandgerði. VF/Hilmar Bragi
Mánudagur 29. apríl 2024 kl. 12:55

Íbúðalóðir væntanlegar til úthlutunar í Suðurnesjabæ

Suðurnesjabær vinnur að því að bjóða íbúðalóðir til uppbyggingar. Framkvæmdir við gatnagerð og innviði standa yfir í Teiga- og Klapparhverfi í Garði og í Skerjahverfi í Sandgerði.

Gert er ráð fyrir að íbúðalóðir í 2. áfanga Teiga- og Klapparhverfis í Garði verði til úthlutunar síðari hluta maí mánaðar. Þar er um að ræða alls 40 íbúðaeiningar í raðhúsum, 8 íbúðaeiningar í parhúsum og síðan er ein lóð fyrir fjölbýlishús á tveimur hæðum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Íbúðalóðir í 2. áfanga Skerjahverfis í Sandgerði eru væntanlegar til úthlutunar á haustdögum. Þar er um að ræða 8 íbúðaeiningar í raðhúsum, 8 íbúðaeiningar í parhúsum, 8 íbúðaeiningar í keðjuhúsum og síðan eru 11 lóðir fyrir einbýlishús.

Nánar má lesa um lóðirnar á vef Suðurnesjabæjar.