Fréttir

Tíu ár frá brotthvarfi Varnarliðsins
Föstudagur 30. september 2016 kl. 14:12

Tíu ár frá brotthvarfi Varnarliðsins

„Bandaríski herinn er farinn af landi brott og varnarsvæðið var formlega afhent íslenskum stjórnvöldum nú síðdegis með hátíðlegri viðhöfn á Keflavíkurflugvelli þegar bandaríski fáninn var dreginn niður og þeim íslenska flaggað í heila stöng. Þar með er 55 ára sögu Varnarliðsins á Íslandi lokið fyrir fullt og allt.“

Svo segir í frétt á Víkurfréttavefnum 30. sept. 2006. Nokkrum dögum áður hafði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, kynnt nýjan varnarsamning. Bandaríkjamenn hafa samkvæmt honum skuldbundið sig til að verja Ísland með svokölluðum „færanlegum herstyrk.“

Í þeirri frétt segir einnig: „Íslenska ríkið mun taka við öllum mannvirkjum bandaríska hersins á varnarsvæðum endurgjaldslaust. Í staðinn losna Bandaríkjamenn við skuldbindingar er varðar jarðvegshreinsun á menguðum svæðum og niðurrif þeirra mannvirka sem ekki verða nýtt. Mannvirkjum og landsvæðum verðum skilað í núverandi ástandi. Talið er að svokallað hrakvirði mannvirkanna sé um 11 milljarðar króna. 

Fram kom í máli Geirs að vitað sé með nokkurri vissu hvert umfang mengunarinnar er og að kostnaðurinn við hreinsunina sé áætluður um tveir milljarðar króna. Ekki er talið að heilsu fólks stafi hætta af þeirri mengun. Íslendingar taka við Vellinum nú um mánaðamótin.

Varðandi mannvirki sem snúa að rekstri flugvallarins þá taka Íslendingar þau yfir en leigja allan nauðsynlegan búnað fyrir eina milljón króna á mánuði. Sá leigusamningur er til 11 mánaða til að byrja með.

Stofnað verður ríkishlutafélag sem mun hafa með höndum umsjá og ráðstöfun mannvirkjanna á varnarsvæðinu.“
Nokkru síðar var það gert þegar Kadeco, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar var stofnað. Nú er það áratug síðar á lokaspretti með að ljúka við sölu á öllum fyrrverandi eignum Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli.


 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024