Fréttir

Þingmaður kallar eftir samfélagslegri ábyrgð kröfuhafa
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar í Suðurkjördæmi.
Fimmtudagur 4. febrúar 2016 kl. 12:27

Þingmaður kallar eftir samfélagslegri ábyrgð kröfuhafa

- Segir ósanngjarnt að niðurskurður bitni á þeim er síst skyldi

„Það er auðvitað algjörlega óþolandi fyrir íbúa og núverandi bæjarstjórn Reykjanesbæjar að kröfuhafar skuli liggja yfir bókhaldi bæjarins og krefjast aukins niðurskurðar á þjónustu við börn og aðra þá í bænum sem þurfa á þjónustu hans að halda,“ er meðal þess sem Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingar í Suðurkjördæmi skrifar í pistli á Facebook-síðu sína.

Pistilinn skrifar hún við frétt DV um það að bæjaryfirvöld Reykjanesbæjar hafi gefið lánadrottnum Eignarhaldsfélagsins Fasteignar frest þar til á morgun til að samþykkja tillögur um afskriftir skulda, annars verði óskað eftir því að innanríkisráðuneytið skipi fjárhagsstjórn yfir sveitarfélaginu.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024