Fréttir

  • Sérsveitarmenn og Suðurnesjalögreglan fylltu flugstöðina
  • Sérsveitarmenn og Suðurnesjalögreglan fylltu flugstöðina
Þriðjudagur 5. september 2017 kl. 23:55

Sérsveitarmenn og Suðurnesjalögreglan fylltu flugstöðina

Sérsveitarmenn frá ríkislögreglustjóra og úrvalslið lögreglumanna frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum tóku þátt í stórri aðgerð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar nú skömmu fyrir miðnætti.
 
Sérsveitarmennirnir og lögregluþjónarnir af Suðurnesjum skiptu tugum í brottfararsal flugstöðvarinnar er þar voru þeir til að tryggja öryggi á meðan fótboltabullur frá Úkraínu voru innritaðar í flug.
 
Eins og kunnugt er sigraði Ísland lið Úkraínu með tveimur mörkum gegn engu á Laugardalsvelli í Reykjavík í kvöld. Úkraínsku bullurnar voru m.a. teknar með grjót og eggvopn á leið á leikinn.
 
Engin áhætta var tekin í flugstöðinni í kvöld þegar fólkið fór aftur utan eftir leikinn og því var allt tiltækt lögreglulið kallað til gæslu við brottförina.
 
Myndirnar tók Hilmar Bragi þegar lögregluliðið yfirgaf flugstöðina nú á tólfta tímanum.

 
 
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024