Fréttir

Minningarsjóður Gísla Torfasonar styrkir bókakaup nemenda
Miðvikudagur 18. janúar 2017 kl. 06:00

Minningarsjóður Gísla Torfasonar styrkir bókakaup nemenda

Stjórn minningarsjóðs Gísla Torfasonar hefur ákveðið að veita skuli úr sjóðnum í janúar ár hvert. Sjóðurinn var stofnaður með það fyrir augum að styrkja nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem eiga í ýmis konar erfiðleikum og þar með fylgja eftir því góða starfi sem Gísli vann í skólanum.

Í ár er ætlunin að styrkja nemendur sem eru fjárhagslega illa staddir til kaupa á námsbókum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Nánari upplýsingar um styrkina og umsóknarferlið má nálgast á vef Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Umsóknarfrestur er til 20. janúar næstkomandi.