Lögreglan biður bílstjóra að gefa sig fram

Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir því að sá eða sú er varð fyrir því að aka bifreið sinni aftan á hægra afturhorn ljósbrúnnar Volkswagen station bifreiðar sem var lagt í bifreiðastæði við Fjörubraut 1107 á Ásbrú, gefi sig fram. Áreksturinn átti sér stað þann 15. ágúst síðastliðinn á bilinu 21:00-09:00.