Fréttir

Jón og Margeir styrkja Þrótt frá Vogum
Föstudagur 1. desember 2017 kl. 05:00

Jón og Margeir styrkja Þrótt frá Vogum

„Okkur fannst tilvalið að enda þetta með þessum hætti og hvetja Þróttara til frekari dáða í knattspyrnunni,“ segir Jón Gunnar frá Jóni og Margeiri, en þeir styrkja nú íþróttafélagið Þrótt og hafa síðustu mánuði unnið að gatnagerð miðbæjarsvæðis í Vogum.

„Þróttarar frá Vogum hafa verið að gera það gott í knattspyrnunni undanfarin ár. Það er mikið afrek að komast upp um tvær deildir á tveimur árum. Við þekkjum það frá okkar heimahögum hvaða þýðingu fyrir bæjarbúa og bæjarsálina er að eiga lið sem nær árangri. Verkefnið við gatnagerðina hefur gengið vel og bæjarbúar hafa tekið vel á móti okkur. Okkur fannst því tilvalið að enda þetta með þessum hætti og hvetja Þróttara til frekari dáða í knattspyrnunni. Ekki skemmir fyrir að fjölmargir leikmenn frá Grindavík eiga þátt í þessari velgengdi undanfarin ár.“

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024