Fréttir

Heimboð fyrir verðandi atvinnuflugmenn
Þriðjudagur 5. maí 2015 kl. 06:00

Heimboð fyrir verðandi atvinnuflugmenn

– og sumarnámskeið fyrir flugáhugafólk

Líkt og undanfarin ár verður Flugakademía Keilis með „heimboð fyrir verðandi atvinnuflugmenn“ laugardaginn 9. maí næstkomandi. Þá mun skólinn opna dyrnar og bjóða áhugasömum að kynna sér fyrirkomulag og uppbyggingu flugnáms, skoða aðstöðu og kennsluvélar skólans, auk þess að fá innsýn í atvinnumöguleika og almennt starf flugmannsins.

Á upplýsingadeginum er áhersla lögð á persónulega móttöku og vettvang fyrir gesti að fá svar við þeim spurningum sem á þeim brenna. Þá munu gestir hafa möguleika á því að ræða við flugkennara og nemendur skólans, auk þess sem boðið er upp á kynnisflug á sérstöku tilboðsverði fyrir þátttakendur. Gestum er velkomið að taka með sér foreldra, maka eða aðra þá sem hafa löngun til að fá innsýn inn í þennan heim.

Næsta heimboð verður laugardaginn 9. maí 2015, kl. 10 - 14. Kynningin fer fram í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú og verklegri deild Flugakademíunnar á Keflavíkurflugvelli. Vinsamlegast munið að taka með ykkur skilríki (vegabréf eða ökuskírteini) þar sem farið verður inn á flugverndarsvæði Keflavíkurflugvallar við heimsókn í verklega deild skólans. Nánari upplýsingar og skráning.

Þá verður Flugakademía Keilis, líkt og undanfarin ár, með flugbúðir fyrir ungt fólk með áhuga á flugi og flugtengdum greinum. Bæði verður boðið upp á námskeið fyrir 10 - 12 ára og fyrir 13 ára og eldri. Á námskeiðinu er farið yfir allt það áhugaverðasta og skemmtilegasta sem kennt er í flugtengdum fögum. Þátttakendur fá innsýn inn í áhrif veðurs á flug, hvernig flugvélar eru uppbyggðar og hvernig þær fljúga. Einnig verður kynning á öðrum hliðum flugheimsins til dæmis flugvirkjun og flugumferðastjórn. Nánari upplýsingar og skráning.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024